top of page

Hellið Úr Höfunum

 

script for a short play

december 2014

 

,,Þetta er fallegt og ljóðrænt verk, eins og músík sem flæðir af ákefð, blíðu og heitri tilfinningu þess sem skrifar.

Flott hvernig þú ferðast fram og tilbaka í tíma og leyfir þessum áköfu röddum að tjá sig um ástina og ástarsorgina."

- Hlín Agnarsdóttir

 

 

BROT ÚR VERKINU:

...

 

HÚN: Þetta var það allra versta. Þegar þú fórst og ég kyssti þig og þú kysstir mig ekki á móti. Versta kveðjustund allra tíma. Aldrei hef ég séð þetta í bíómynd.

 

HANN: Ég veit ekki hvað ég á að segja.

 

HÚN: Ég held að það sé ekkert sem þú getur sagt í þessum bút.

 

HANN: Af hverju ekki?

 

HÚN: Ég held að þessi bútur sé fyrir allt sem þú myndir segja ef það væri hægt að vita hvað þú myndir segja.

 

...

 

HÚN: Nema ég haldi hana bara fyrir mig. Á einhverjum dramatískum stað. Á kletti við sjóinn þar sem ég öskra,,Stop all the clocks” og hendi myndum af okkur í brimið og svo líður yfir mig og einhver finnur mig þegar ég er alveg að fara að deyja og nær réttsvo að bjarga mér.

 

þögn

 

En ég má það ekki. Það er ekki við hæfi. Það er ekki hægt.

 

HANN: Ég held mér muni kannski aldrei líða jafn vel.

 

HÚN: Látið flugvélarnar hringsóla yfir okkur að skrifa skilaboðin Hann er dáinn.

 

HANN: Liggjandi hérna með þér undir trjánum.

 

HÚN: Hann var mitt Norður, mitt Suður, mitt Austur og Vestur. Vinnuvikan mín og sunnudagshvíldin. Mitt hádegi, mitt miðnætti, mitt tal, minn söngur.

 

HANN: Þú ert að spila sinfóníu á sálarstrengi mína.

 

HÚN: Ég hélt að ástin myndi endast að eilífu. Ég hafði rangt fyrir mér.

 

HANN: Þetta er augnablik sem tungumálið getur aldrei náð í kringum. Þú veist, sem listin getur bara náð að útskýra án orða.

 

HÚN: Stjörnurnar eru óþarfar núna, slökkvið á þeim. Pakkið niður mánanum og takið sólina úr sambandi. Hellið burt höfunum og sópið upp trjánum.

 

HANN: Augnablik sem mun aldrei hverfa. Tilfinning sem mun aldrei deyja.

 

HÚN: Því ekkert getur lengur orðið til góðs. Því ekkert gott er lengur hægt að segja.

 

...

bottom of page